sólfylltur dagur

Ég var frekar þreytt í morgun þegar ég vaknaði kl. 8.30 og ætlaði mér í spinning. Ákvað þá að þetta ætti ekki að vera eitthvað sem maður þyrfti að fara í en ætti að fara vegna ánægjunnar. Svo ég lagðist bara aftur á koddann og ákvað að fara frekar í góðann göngutúr í staðinn, sem og ég gerði. Búið að vera yndislegt veður í dag, loksins. Búið að grilla, liggja smávegis í sólbaði og bara njóta dagsins. Svona á lífið að vera. Frekar áhyggjulaust og afslappað.

Nú erum við farin að bíða eftir gestunum okkar, sem eru núna á leiðinni frá Íslandi. Er búin að vera dugleg í tiltektinni í dag. Heimilið verður nú að líta sæmilega út þegar maður fær gesti. Allt tilbúið í íbúðinni niðri fyrir þau. Uppbúið rúm og allt til alls. Svo er á döfinni að bjóða norsku vinafólki okkar og þeirra í morgunmat/hádegismat á morgun og vonandi verður veðrið þannig að við getum setið úti.

Anna María


spinning

Var að koma heim fyrir um hálftíma úr spinningtíma. Held ég hafi aldrei verið eins þreyttFrown. Ég gaf allt og meira til en það er nú svo skrítið að þó maður sé svona þreyttur að þá líður manni allveg óskaplega vel. Ætla mér svo að vakna í fyrramálið kl. 8.30 og fara í tíma kl. 9. Þar sem ég kemst ekki í næstu viku.

Svo er það líka það besta þegar maður kemur heim er að fara í heita sturtu, henda sér í sloppinn og upp í sófa og bara slappa af. Nú er ég allavega búin að gera eitthvað fyrir sjálfan mig í dag og líður bara mjög vel með það.

Svo vil ég hvetja þá sem fara inn á bloggið mitt að skrifa í gestabókina.

Anna María


nýjar myndir

Nú var ég sko dugleg og setti inn fleiri myndir. NjótiðSmile  Skilaboð til Völlu. Ég skal reyna að vera duglegri að blogga. Hafðu það svo gott í bústað með mútter............................Anna María

sól, sól, sól

Loksins lætur hún sjá sig. Hér hefur verið lítið sumarlegt undanfarna dag, vindur og rigning. En nú er þetta að koma, spáin góð framundan.

Hef verið löt að blogga, lítið gerst. Kallinn kom heim frá Íslandi í gær með kvefSick. Var fyrir norðann og þoldi ekki þennann kulda sem var þar.

Nóg verður að gera hér næstu 2 vikurnar. Erum að fá heimsókn frá Íslandi annað kvöld. Smile 

Skal reyna að vera duglegri að blogga............Anna María

 

 


rólegur dagur

Jæja þá er einn dagurinn enn á enda. Hef nú gert frekar lítið í dag, nema þessi venjulegu húsverk. Við að vísu leigðum íbúðina sem við erum með niðri. Það kom fólk frá Porsgrund og var hjá okkur í eina nótt. Við leigjum til túrista og er það mjög spennandi. Annars var þetta að fara í bæinn og versla í matinn, en við borðuðum reykt folaldakjöt,mmmmmmmmmmJoyful sem ég keypti á Íslandi þegar ég var þar í júní.

Við fórum síðan í heimsókn í kvöld, ég, Tryggvi og Bjarki. Fórum til vinafólks okkar í Akrehamn, sem er um 15 mín. keyrsla frá okkur. Þar fengum við íslenskan lakkrís, þau voru nefninlega að koma frá Íslandi.

Jæja gott fólk nóg í bili.........Anna María


frúin búin að opna bloggsíðu.

Jæja þá er maður komin í bloggheiminn. Var að koma frá Íslandi í gær. Fór 04.07 til Íslands frá Bergen. Lenti í þessu líka yndislega veðri. Hún Elísa elskan náði í mömmu sína á BSÍ og þaðan fórum við svo heim til hennar. Ég átti mjög góða daga á Íslandi. Hjálpa við að pakka niður með Elísu, hún var að flytja til Akureyrar í gær, 09.07. Hitta vini, fara í sund, lúksusbíó og smá Grand með ElísuGrin. Þetta var önnur ferðin mín til Íslands á tveim mánuðum, varð að fara þessa ferð til að vera hjá Elísu henni til stuðnings.

Annars hefur dagurinn í dag verið fínn. Var að vinna síðasta vinnudaginn fyrir sumarfrí fram til 13. ágúst. Á framundan góðar vikur í fríi. Vona bara að veðrið lagist Errm hefur verið fínasti hiti en sólina vantar. Þetta kemur örugglega til með að lagast af því ég er komin í sumarfríGrin.

Læt þetta duga í bili............ Anna María


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband