1 vika eftir

Jæja nú er bara ein vika eftir hjá mér í sjúkrafríi. Fer að vinna 2. okt. og hlakkar mig mjög mikið til, þó svo að ég sé bara að vinna 2 daga í viku. Ég hitti þó fólk í vinnunni og blessuð börnin, ( vinn í leikskóla). Það er alltaf gaman að hitta börnin. Þau eru yndisleg, taka vel á móti manni. Nú svo get ég farið að byrja að koma mér í æfingu aftur. Út að ganga, fara í spinning og svitna, scanetix og bara að hreyfa sig. Búin að sakna þess mikið, en þetta er allt á réttri leið. Svo gengur allveg rosalega vel að hætta að reykja. Hef ekki reykt síðan 06. ágúst og ekki langað í rettu. Það er ótrúlegt hvað allt breytist við að hætta að reykja. Maður finnur bragð af matnum. Ýmislegt sem manni fannst ekki sterkt á bragðið er allt í einu orðið alltof sterkt. Meira bragð af bjórnum, og það skrítna við það er að mér finnst bjórinn ekki eins góður núna. Hann þarf að vera allveg ískaldur þegar ég fæ mér.

Svo er bara heilsan sem er orðin allt önnur. Allt svo miklu léttara. Svo sleppur maður við þetta stress að þegar maður er að fara eitthvað, t.d. á bílnum, búin kannski að keyra í einhvern tíma, þá varð maður nú að fá sér eina. Þá var að finna stað til að stoppa á, rúlla eina og standa úti og púa, því ekki gat maður farið inn á t.d. veitingastað og reykt því það er bannað. Svo ég mundi segja að það er bara jákvætt við að hætt að reykja.

baráttukveðjur frá Norge....................amaria


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: xena

til lukku með daginn

xena, 26.9.2007 kl. 16:02

2 identicon

takki takk

Anna Maria (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband