dagur 2

Þá er dagur 2 að verða búin. Þetta er búið að ganga ótrúlega vel. Það hefur komið yfir mig löngun, en þá er bara að draga andann djúpt fá sér vatn og þá er það búið. Svo er líka eitt mjög gott með að hætta að reykja og það er að maður verður svo aktívur. Alltaf eitthvað að gera. T.d. er Tryggvi búinn að vera stækka og laga pallinn hjá okkur. Smile Áður en við hættum þá keypti ég DVD-disk með dáleiðslu. Þetta er norskur dáleiðari sem hefur verið mikið í sjónvarpi og heitir Torgrim Holte. Þetta er diskur sem heitir "Stump röyken" og á að hjálpa manni að hætta að reykja. Við hjónakornin komum okkur fyrir í sófanum og síðan byrjaði þetta. Ég verð nú að segja að þetta var ótrúlegt. Ég allavega náði að slappa mjög vel af og reyndar sofnaði í restina og vaknaði við að það er sagt "Gratulerer du er nå røykfri" Ég var náttúrlega hamingjusöm þegar ég heyrði það, en tíminn á eftir að leiða í ljós hvort þetta hjálpar. Ætla allavega að nota þennann disk þegar mér líður illa. Annars er þetta ekkert málWink.

kv...............Anna María


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: xena

abakadabra - búmm!! þið eruð hætt for ever!

xena, 11.8.2007 kl. 19:04

2 identicon

Jæja hvernig gengu nú dagar nr 3-4-5-6........????? ekkert verið að blogga ?

Vala (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband