leti-leti-leti

Ja nú verð ég bara að viðurkenna að ég held ég hljóti að vera sú latasta í bloggheiminum. Nú sit ég heima í sjúkrafríi, var verið að krunka í mig fyrir rúmri viku og verð ég frá vinnu fram til 02. okt. Ég er ótrúlega hress miðað við aðstæður en þrekið frekar lítið en það kemur.

Það er stór dagur í dag, Kristófer er 10 ára. Stór strákur. Til hamingju besti ömmustrákur. Nú eru bara rétt rúmir 3 mánuðir þangað til við sjáumst.

Nú skín sólin hér en haustið er farið að segja til sín með rigningu og vindi og gulum blöðum á trjánum. Samt held ég að það verði að slá grasið hjá okkur fyrir veturinn, má ekki vera of mikið. Það er bara að virkja unglinginn á heimilinu til þess.

Nú er að sjá hvort það líður svona langur tími þar til ég sest niður og skrifa eitthvað á þessa bloggsíðu mína.....................amaria


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband