15.8.2007 | 16:38
vika 2
Þá er maður byrjaður á viku 2 í reykingastoppinu. Þetta gengur bara rosalega vel. Er annað slagið pirruð og veit ekki allveg hvað ég á að gera af mér en þá dríf ég mig út í göngutúr og þá er deginum reddað. Nú svo hef ég líka tekið af 1 kíló og það finnst mér vera vel gert, þó ég segi sjálf frá. Yfirleitt leggur maður á sig en ég tók hina leiðina og er mjög stolt af sjálfri mér.
Nú er bara halda áfram á þessari braut og losa sig við þennann ljóta ávana. Hef prófað að hætta áður. Hætti einu sinni í 1 og hálft ár en byrjaði aftur vegna þess að ég byrjaði að taka einn og einn smók og þá er það gert. Tel það bara gott að geta hætt í einhvern tíma. Gott fyrir líkamann að hreinsa sig.
kveðjur til allra sem eru að hætta að reykja................Anna María
Athugasemdir
2 og hálft ár síðan að ég hætti að reykja
Dugleg ertu !!
Gangi þér áfram vel
Kveðja frá Húsavík,Sigrún Elísuvinkona ;)
Sigrún K (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 14:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.