7.8.2007 | 08:40
reykingastopp
Í gærkvöldi kl. 00.30 drap ég í síðustu rettunni. Var búin að ákveða að hætta á þessum degi, 7. ágúst og hann er komin. Nú svo er bara að takast á við þetta verkefni og komast í gegnum fyrstu vikurnar. Ég veit að þær verða erfiðar en það er bara að vera ákveðinn við sjálfan sig, því að reykja er ógeðslegt Ekki bara fyrir sjálfan sig heldur fyrir alla í kringum sig. Nú svo er að verða erfiðara og erfiðara að finna stað til að reykja á. Alstaðar bannað og er það bara gott. Svo er að vísu annað vandamál sem maður þarf að vinna á en það er viktin. Það er nú þannig að maður þyngist alltaf þegar maður hættir að reykja, hvort sem maður borðar mikið eða lítið. En ég byrjaði að hreyfa mig í vor, göngutúra, spinning og fl. Með því hef ég náð að taka burtu 4 kg. og á ég þau þá til góða ef illa fer. Ætla mér samt ekki að þyngjast. Vera dugleg að hreyfa mig þá gengur þetta og passa líka hvað ég set inn fyrir mínar varir.
Svo er það allur kostnaðurinn við að reykja. Við erum búin að reikna út að það kostar okkar 29 þús. n.kr. að reykja yfir árið. Það er mikill pengingur. Komumst að því að við getum farið eina ferð til Íslands,( annað okkar), einu sinni í mánuði.
Vona bara að ég fái stuðning hér .
amaria
Athugasemdir
Ekkert mál að hætta (segir kunningi minn). Þegar fíknin bankar uppá, þá bara fá sér epli.
Epli eru mjög hreinsandi, sérstaklega fyrir nýru og lifur og mjög vökvalosandi. Svo eru þau einstaklega góð í munni. Gangi þér vel...
Ásgeir Kristinn Lárusson, 7.8.2007 kl. 08:51
takk fyrir. Ég fer líka í göngutúr og reyni að hreyfa mig eins mikið og ég get og bara að hafa nóg að gera.
Anna Maria (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 17:46
Frábært stóra systir, þarf að taka mig sjálf á í þessum málum svo ég geti heimsótt ykkur einu sinni í mánuði ;-) nei segi nú svona en þú færð a.m.k. allan minn stuðning.
Vala (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 17:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.