þá er ég mætt

Ég var víst búin að lofa að vera duglegri að blogga en nú er búið að vera svo brjálað að gera síðustu 10 daga, hef bara ekki haft tíma. Erum búin að vera með gesti frá Íslandi og þegar maður er með gesti á maður að snúast í kringum þá og það erum við búin að gera. Vorum í Stavanger frá föstudegi til sunnudags, mjög gaman en veðrið hefði mátt vera betra, rigning og vindur. Fórum mjög fína ferð á laugardeginum inn Lysefjorden. Ætluðum okkur að sjá Prekestolen frá sjó en því miður þá var þoka á toppnum þannig að ekkert varð úr því en mjög góð ferð fyrir það.

Og hér rignir upp á hvern dag, ekki beint sumarveður. Eitthvað er nú verið að spá betra undir helgi, vona að það rætist. Það er nú svo að veðrið hefur mikil áhrif á allt og alla og þá sérstaklega þegar maður er í sumarfríi. Þá vill maður helst hafa sól og hlýindi. Því miður hefur maður lítil áhrif á þetta eða kannski allveg eins gott að svo sé ekki. Það er nú bara þannig að þegar sólin skín þá léttist yfir öllu og öllum og allir verða glaðir. Þá er bara að þessir blessaðir veðurfræðingar hafi rétt fyrir sér og sólin láti sjá sig þegar nær dregur helgi.

kv.................Anna María

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband