sólfylltur dagur

Ég var frekar þreytt í morgun þegar ég vaknaði kl. 8.30 og ætlaði mér í spinning. Ákvað þá að þetta ætti ekki að vera eitthvað sem maður þyrfti að fara í en ætti að fara vegna ánægjunnar. Svo ég lagðist bara aftur á koddann og ákvað að fara frekar í góðann göngutúr í staðinn, sem og ég gerði. Búið að vera yndislegt veður í dag, loksins. Búið að grilla, liggja smávegis í sólbaði og bara njóta dagsins. Svona á lífið að vera. Frekar áhyggjulaust og afslappað.

Nú erum við farin að bíða eftir gestunum okkar, sem eru núna á leiðinni frá Íslandi. Er búin að vera dugleg í tiltektinni í dag. Heimilið verður nú að líta sæmilega út þegar maður fær gesti. Allt tilbúið í íbúðinni niðri fyrir þau. Uppbúið rúm og allt til alls. Svo er á döfinni að bjóða norsku vinafólki okkar og þeirra í morgunmat/hádegismat á morgun og vonandi verður veðrið þannig að við getum setið úti.

Anna María


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband